Hugleiðslutónlist sem má hala niður án endurgjalds. Nokkurt úrval tónlistar sem getur létt þér daginn með því að vekja gleði og vellíðan og hvetja til íhugunar…
Concert de Paix (Friðartónleikar)
Auk þess að vera kunnur rithöfundur og ljóðskáld hélt Sri Chinmoy nærri 800 tónleika um heim allan þar sem hann flutti seiðandi tónlist með friðarboðskap. Þessi upptaka er frá tónleikum hans í París 1984. Hann leikur á uppáhalds hljóðfæri sitt, hið indverska esraj.
Haf Sameiningar-Friðar
Upptaka með Mountain Silence, kvennahljómsveit frá Þýskalandi, Sviss og Austurríki sem hefur haldið tónleika og flutt hugleiðslueflandi tónlist Sri Chinmoy um víðan heim.
Takmarkalaus
Alap er vel þekktur í heimalandi sínu, Sviss, fyrir hljóðvistartónlist sína, en hún vekur tilfinningu gríðarlegrar innri víðáttu.