,,Hver vill lifa að eilífu?” söng Freddy Mercury í hinu fræga lagi Queen. Þótt ódauðleiki sé kannski ekki málið, þá er langlífi ofarlega á óskalista flestra. Með vísindalegri, næringarlegri og andlegri þekkingu sem nú má auðveldlega nálgast, getum við flest öðlast langlífi. Hér koma sjö leyndardómar sem aðstoða þig við að bæta nokkrum árum eða jafnvel áratugum við lífið.
1. Þjálfaðu reglulega
Það skal játað að það er ekkert launungarmál að reglubundnar æfingar eru ein af aðal orsökum langlífis. ,,Uppáhalds-mantra líkamans er ,,use it or lose it”. Æfingar þurfa ekki að vera erfiðar svo lengi sem þær eru reglulegar. Tuttugu mínútna skokk eða stíf ganga daglega nægja. Ef það gengur ekki daglega, reyndu þá að æfa að minnsta kosti þrisvar í viku. Vísindin hafa sýnt fram á mikla aukningu á líkamshreysti við það að auka úr tveimur æfingum á viku í þrjár. Sund, hjólreiðar, hlaup, tennis eða fótbolti – allt gagnast svo lengi sem þú hreyfir þig nóg til þess að svitna. Ef þú er æfingasjúkur, skaltu gæta þess að hvíla þig nægilega á milli æfinga, annars skemmir þú meira en þú byggir upp.
2. Andaðu djúpt
Lungun okkar geta tekið við ótrúlegu magni af lofti — fimm til sex lítrum hjá meðalmanneskju – samt notum við minna en tíu prósent af þeirri getu þegar við öndum. Þegar við öndum djúpt og fyllum lungun lofti, bætum við súrefnisupptökuna, sem síðan örvar heilbrigt hjarta, heila og blóðrás.
Djúpöndun bætir meltinguna þar sem hún nuddar innri líffærin í kringum magann. Einnig hægir hún á hjartslættinum og lækkar eða kemur jafnvægi á blóðþrýsting. Síðast en ekki síst fyllir djúpur andardráttur okkur rólegri, sefandi orku og losar okkur samstundis við streitu. Reyndu að anda djúpt með maganum ( sem þenst út þegar þú andar inn) nokkrum sinnum daglega. Lungun og lífið verða þér þakklát.
3. Stundaðu útivist
Í mörgum gömlum trúarbrögðum var sólin dýrkuð sem hið lífgefandi afl, og það með réttu. Í dag hafa vísindin sagt okkur að sólarljósið sjái okkur fyrir stöðugum skammti af D vítamíni, sem er mikilvægt fyrir heilsu okkar og vellíðan. Það er einnig ástæðan fyrir því að fólk veikist sjaldan á sumrin. Næst á eftir sólarljósinu er það fríska loftið sem einnig er mjög gott fyrir heilsuna, og var ástæða þess að sjúklingar voru oft sendir á heilsuhæli við sjóinn. Þar að auki hefur náttúran reynst hafa jákvæð áhrif á geðheilsuna um leið og hún gerir okkur rólegri, hamingjusamari og jafnvel meira skapandi. Kannski er það ekkert undarlegt að bændur eru meðal þeirra sem lengst lifa á jörðunni. Með því að eyða tíma reglubundið utandyra munum við örugglega bæta nokkrum árið við lífið.
4. Ekki setjast í helgan stein
Japanska landsvæðið Nagano getur státað af því að þar eru mestar líkur á langlífi í heiminum:
87,2 ár fyrir konur og 80,9 ár fyrir karla. Þar setjast líka færri í helgan stein en víðast annars staðar, þar sem einn af hverjum fjórum eldri en 65 ára byrjar nýjan starfsferil. Að halda áfram að vera starfsamur þegar eftirlaunaaldri er náð, er sá leyndardómur að langlífi sem minnst er þekktur.
Við ölumst upp við hugmyndina um að fólk sé gamalt þegar það fer á eftirlaun, en fjöldi starfsamra eldri borgara eru að afsanna þá kenningu. Vinna hefur örvandi áhrif á bæði líkama og hug og gefur lífinu tilgang. Vinnan heldur okkur lifandi í hinu eðlilega, heilbrigða flæði lífsins.
Eins og líbanska skáldið Kahil Gibran sagði svo fallega: ,,Þú vinnur svo þú getir fylgt jörðinni eftir og sál jarðarinnar. Því að vera iðjulaus er að verða ókunnugur árstíðunum, og að stíga út úr fylkingu lífsins, sem gengur í tign og stoltri auðsveipni í átt að hinu óendanlega.“
5. Hugleiddu
Vísindarannsóknir hafa lengi sannað jákvæð áhrif hugleiðslu á heilsuna. Hugleiðsla eyðir ekki bara streitu og spennu, heldur lækkar hún einnig blóðþrýsting, örvar taugakerfið og eflir ónæmiskerfið. Síðast en ekki síst skapar hugleiðsla innri gleði og bjartsýni–sem er góð blanda fyrir langt og hamingjuríkt líf. Rétt eins og gildir fyrir líkamsþjálfun, borgar reglubundin iðkun sig. Bestur árangur fæst við daglega iðkun—jafnvel fimm mínútur skila ótrúlegum árangri. Sestu bara á stól með bakið beint og einbeittu þér að því að fylgja andardrættinum inn og út, án þess að leyfa hugsunum að dreifa athyglinni.
6. Komdu jafnvægi á mataræðið
Aftur kemur það ekki á óvart að mataræðið er á þessum lista. Sjáðu til þess að líkaminn fái rétta eldsneytið til að halda honum gangandi snuðrulaust og frískum eins lengi og mögulegt er. Hvað mataræðið varðar er það sem þú setur inn fyrir varirnar alveg eins mikilvægt og það sem þú sleppir að borða. Borðaðu nóg af grænmeti og ávöxtum og reyndu að halda í lágmarki afurðum eins og sætindum (sykur), fínunnu korni, kjöti og hvítu hveiti.
7. Vertu ungur í hug og hjarta
,,Leyndardómur þess að halda áfram að vera ungur”, segir Sri Chinmoy í einu af spakmælum sínum, ,,er að drekka í sig fagrar og öflugar hugsanir”. Hann segir einnig: ,,Aldur er í huganum en ekki í hjartanu”.
Með öðrum orðum, þú ert eins gamall og þér finnst þú vera. Reyndu að gera þessa visku að þinni og finnast þú eilíflega ungur. Ímyndaðu þér að uppspretta æskunnar sé í hjartanu. Hugsaðu þér að þú sért aðeins sjö ára. Ef þú heldur þér ungum í anda og hjarta mun líkaminn vissulega fylgja með.