Snatak frá Sri Chinmoy setrinu í Reykjavík stofnaði karlakórinn Oneness-Dream. Þó að hann hafi sjálfur ekki getað sungið með kórnum, þar sem hann greindist með taugahrörnunarsjúkdóminnn MND árið 2004, hefur hann tekið virkan þátt í tónleikaferðalögum kórsins.
Kvikmyndagerðamanninum Sanjay Rawal fannst þetta áhugaverð saga og því slóst hann í för með hópnum á tónleikaferðalagi um Toscana á Ítalíu fyrr á árinu. Afraksturinn af þessari ferð var stuttmyndin SEEKER, sem var sýnd á RIFF.