Bækur sem eru fáanlegar hjá Sri Chinmoy miðstöðinni
Meira um ókeypis hugleiðslunámskeiðin okkar
Hugleiðsla – spurningar og svör
lærum að tala tungumál guðs
Bókin fjallar um hugleiðsluna, þögn hennar og kyrrð. Hún er eitt ítarlegasta rit, sem fjallað hefur um það efni á íslensku, en er jafnframt þó einstaklega auðskilin og skemmtileg aflestrar. Hér eru kenndar margar mismunandi aðferðir til að hugleiða.
Höfundurinn, Sri Chinmoy, var einn fremsti fulltrúi indverskar heimspeki, andlegur meistari, sem bjó í New York frá 1964 til andláts hans í 2007, þar sem hann hélt m.a friðarhugleiðslur hjá Sameinuðu Þjóðunum tvisvar í viku fyrir sendiherra og starfslið.
Móðuraflið—Kúndalíní-yoga
Opnun orkustöðvanna & beiting þeirra
Mannsandinn býr yfir mikilli leyndri orku, sem fáir vita af. Indverskir spekingar vissu af þessu afli endur fyrir löngu. Hér lýsir andlegi meistarinn, Sri Chinmoy, þessu fyrirbrigði; kennir mönnum að beisla orkuna og varar við hættunum. Hann lýsir hugmyndum indverskrar heimspeki um þennan kraft; hvernig hann tilheyrir hinni kvenlegu hlið Guðdómsins. Þessi kraftur er Móðuraflið, Kúndalíní.
Hver maður býr yfir þessum hæfileikum og getur þjálfað þá með sér. En til að feta braut Kúndalini Yoga þarf hreinleika í hugsun og athöfnum.
Orkustöðvarnar eru sjö og má vekja þær upp með einlægum vilja. Algengast er að vekja upp Hjartastöðina (Anahata) sem gefur vald yfir tíma og rúmi og Ennisstöðina (Ajna) sem líka kallast þriðja augað og veitir vitneskju um fortíð og framtíð.
Kennsla meistarans felst í fjórum fyrirlestrum sem hann hélt við New York-háskóla. En seinni hluti bókarinnar er í glöggu formi spurninga og svara.
Friður á jörðu
Innri friður einn getur veitt manninum ytra frelsi
Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í lok mesta hildarleiks sögunnar og í skugga kjarnorkunnar sem hafði máð út í einu vetfangi tvær stórborgir og allt mannlíf í þeim. Eftir þær skelfingar áttu menn sér þann draum að koma á friðarríki um víða veröld og tækið skyldi vera Sameinuðu þjóðirnar. Draumurinn hefur ekki ræst; þá þrjá aldarfjórðunga sem síðan eru liðnir hefur ekki linnt styrjöldum, hermdarverkum og ofbeldi.
Indverski meistarinn Sri Chinmoy missti þó aldrei trúna á hlutverk Sameinuðu þjóðanna. Síðan hann fluttist til New York, hefur hann látið hugsjón þeirra sig miklu varða, baráttuna fyrir alheimsfriði.
Hér útskýrir hann friðarhugsjón sína, hvað hafi mistekist og hvernig menn eigi að taka sig á. S.Þ. eru enn það tæki sem friðarríkið mun endanlega byggjast á. En þá þurfa viðhorf manna að breytast og þeir þurfa að öðlast þann innri frið sem getur sameinað allt mannkyn í samúð og umburðarlyndi. Rökleiðsla hans er að friður sé ekki kyrrstaða né óvirkni heldur knýjandi máttur kærleika og sannleika sem hlýtur framgang, fyrst í hjörtum okkar, síðan um víða veröld.
Bækur á ensku
Tónlist, reykelsi o.s.frv…
Hvernig að panta
Íslensk þýðing fæst á 1500 krónur hjá eftirtöldum aðilum: Kaffihúsið Garðurinn og Sangitamiya Grettisgötu 7.
Einnig er hægt að hafa samband við okkur, sjá formið hér fyrir neðan – það má millifæra í gegnum bankann, og við sendum bókina til þín.