Fjögurra þrepa kynning á því að koma á eigin hugleiðsluferli
fyrsta þrep Önnur þrep • Þriðja þrep • Fjórða þrep
Inngangur
Frá alda öðli hefur mannkynið ýmist horft upp til himna eða litið inn á við til að leita svara við spurningum eins og Hver er ég? og Hvers vegna er ég hér? Ef til vill hefur þú spurt þig að þessu sjálfur lesandi góður.
Heimanámið er búið til með það fyrir augum að það geti leiðbeint þér að finna svörin við þessum mikilvægu spurningum. Með hjálp einfaldra æfinga, sem taka einungis fáeinar mínútur á dag, færðu í hendur lykil að leyndardómum og tækifærum sem leynast djúpt innra með þér.
Með heimanáminu færðu tækifæri til sjálfsuppgötvunar og að stefna í átt að hamingjusömu, heilbrigðu og velmegandi lífi, sem þú hefur hvorutveggja þráð og átt skilið. Einsettu þér, á hverjum degi, að fara í gegnum æfingarnar sem þér verða kenndar.
Það sem liggur að baki og það sem bíður framundan eru smámunir í samanburði við það sem býr innra með okkur.
Ralph Waldo Emerson
Hvernig Heimanámið er byggt upp
Heimanáminu er skipt niður í fjórar kennsluvikur þar sem hver vika skiptist svo aftur niður í nokkra hluta. Þú getur vænst þess að það taki u.þ.b. fimm til sex stundir í hverri viku, þ.e.a.s tíu mínútna hugleiðsla og hálftíma lestur dag hvern. Þetta vikulega heimanám er sem hér segir:
- Markmið: í byrjun hverrar viku tökum við saman helstu atriði og aðferðir sem þú lærir í vikunni.
- Til minnis: Við munum rifja upp síðustu viku og fjalla ýtarlega um námsefni næstu viku.
- Lestur: þér verða gefnir upp nokkrir kaflar til að lesa, úr meginkennslubók Heimanámsins, bókinni Hugleiðsla eftir Sri Chinmoy.
- Annars geturðu lesið nokkur skrif Sri Chinmoys um hugleiðslu og andleg ástundun á srichinmoy.is. Það er miklu betra að prenta þau og lesa á hugleiðslusvæðinu þínu, frekar en að lesa þær úr símanum þínum (sérstaklega ef þú ert auðveldlega annars hugar!)
Við mælum með lestri af tveimur ástæðum. Annarsvegar sökum þess, að rétt eins og það er mikilvægt að leggja rækt við hugleiðsluna er það jafn mikilvægt að vita hvers vegna þú ert að hugleiða og hvaða tilgangi það þjónar. Hinsvegar sökum þess, að allt sem þú færð frá okkur höfum við lært af Sri Chinmoy á sama hátt og þú kemur til með að læra. Þú getur því alveg eins hlotið innblásturinn frá uppsprettunni sjálfri! - Æfingar: í hverri viku mælum við með ákveðnum hugleiðsluæfingum til að reyna í byrjun og einnig verða aukaæfingar, sem þú getur reynt við ef þér finnst þú vilja spreyta þig frekar.
Ef þú hefur prófað einhverja æfingu og hún gagnast ekki (nokkur skipti þarf til að prófa hana), gerir það ekkert til því að mismunandi æfingar henta mismunandi fólki. Þess vegna erum við að kenna margar æfingar. Það er undir þér komið að finna þær æfingar sem henta þér best og svo er það ástundunin sem gildir!
Lífið er ferðalangurinn.
Sálin er leiðsögumaðurinnn.Sri Chinmoy
- Dagbók til að skrá æfingar dagsins — Skráðu niður æfingarnar sem þér
eru kenndar í dagbók jafnóðum og þú prófar þær. Bókin getur geymt bæði æfingar og aðferðir, sem þú hefur framkvæmt í vikunni, einnig lengd þeirra og lýsingar á hverskyns reynslu, sem þú gætir hafa orðið fyrir á meðan hugleiðslunni stóð.
Hvers vegna dagbók? Í hugleiðslu er hæg og róleg yfirferð forsenda þess að bæði markmið og árangur náist. Af þeim sökum verða framfarir og breytingar af völdum hugleiðslunnar, ekki alltaf sýnilegar á hverjum degi. En þú getur auðveldlega horft til baka með því að líta í dagbókina og séð hversu miklar framfarir hafa orðið frá því að þú byrjaðir á Heimanáminu. Dagbókin er því mikilvægur þáttur í daglegri ástundun. - Samantekt — í lok hverrar viku tökum við saman helstu atriðin sem farið var í. Ef eitthvað er enn ekki ljóst geturðu notað tækifærið til að fara til baka og annaðhvort lesið aftur í hugleiðslubókinni eða reynt við æfingarnar aftur. Hafirðu ekki hugleitt a.m.k. fimm sinnum í vikunni sem leið, leggjum við til að þú farir yfir sömu æfingarnar aftur í næstu viku áður en haldið er áfram.
Hvar aðstoð er að finna
Enda þótt hugleiðslubók Sri Chinmoy svari mörgum algengum spurningum varðandi hugleiðslu munu spurningar óhjákvæmilega vakna varðandi þína eigin reynslu. Þegar aðstoð vantar geturðu haft samband við leiðbeinendur Sri Chinmoy miðstöðvarinnar. Hvort sem þig vantar aðstoð, leiðbeiningar, ráðleggingar eða hvatningu munu þeir koma þér til hjálpar endurgjaldslaust. Það má nota formið líka til að panta hugleiðslubókina.
Innri friður er frumburðarréttur okkar allra. Með því að finna þennan innri frið leggjum við drög að varanlegum heimsfriði. Þess vegna erum við þakklát fyrir það, að þú skulir hafa gefið þér tíma til þess að láta hugleiðsluna verða hluta af lífi þínu með hjálp Heimanámsins.
Sá dagur mun renna upp að friður verður allsráðandi í þessum heimi okkar.
Hver mun valda þessum straumhvörfum?
Það verður þú og bræður þínir og systur.
Þið og hjarta ykkar sem lifir í einingu við alheiminn
munuð flytja frið til allra horna veraldar.Sri Chinmoy
Þegar við byrjum að hugleiða hefur hvert og eitt okkar sitt eigið markmið — löngun til að þekkja sjálfan sig betur, löngun til að vera friðsælli; eða ef til vill þráum við að hafa meiri stjórn á eigin lífi. En hvert svo sem takmarkið er og hvar svo sem við erum stödd núna, er áríðandi að hafa í huga að hugleiðslan er stöðugt ferli. Líkt og blóm sem opnar sig fyrir geislum sólarinnar verður þú, með hjálp hugleiðslunnar, vitni að því þegar ótakmarkaðir möguleikar blómstra, líf þitt vex inn í meiri hamingju og verund þín geislar af varanlegum friði og ánægju. Þetta er leið sjálfs-uppgötvunar.
Margir aðrir hafa fetað þessa leið á undan okkur og hafa sumir farið alveg út að ystu mörkum sjálfsvitundar. Þessir innri ferðalangar eru andlegir meistarar, dulspekingar og brautryðjendur, sem hafa komið fram á hverri öld til þess að leiða mannkynið og veita innblástur. Eins og þrautþjálfaðir fjallgöngumenn, sem komist hafa upp á hæstu tinda, koma þeir sífellt niður aftur til þess að leiðbeina okkur, fljótt og örugglega, upp til hæstu hæða.
Sri Chinmoy er slíkur leiðbeinandi eða andlegur meistari, sem hefur kannað æðstu vitundarsvið og fetað leiðina í átt að sjálfsuppgötvun. Með bókum sínum, myndlist, tónlist og djúpri þögn hugleiðslunnar hefur hann bæði deilt með öðrum og sýnt fram á leiðir til að upplifa fagra og sæluríka æðri heima — heima sem leynast til innra með hverjum og einum. Innri reynsla Sri Chinmoy og kenningar hans um það hvernig við getum öðlast hlutdeild í þeirri reynslu með honum, marka grunninn að Heimanáminu.
Einlæg leit þín að sjálfum þér
mun verða samheiti fyrir fullkomnun og hamingju.Sri Chinmoy
Önnur þrep • Þriðja þrep • Fjórða þrep
Æfingar
fyrsta þrep • Önnur þrep • Þriðja þrep • Fjórða þrep