Heimanám í hugleiðslu 2: Athygli hugans

Fyrsta þrepÞriðja þrepFjórða þrepAðalsíða

Markmið

Eftirfarandi eru markmið annarrar viku:

  • Að halda áfram að hugleiða reglulega og daglega á völdum stað.
  • Að læra meira um það hvernig stjóma megi huganum með einbeitingu.
  • Að læra að hugleiða með opin augun.

Æfingar – þrep 2

Til minnis

Ný meðvitund

Þegar þú reyndir að hugleiða í síðustu viku hefurðu ef til vill orðið fyrir eftirfarandi reynslu:

Um leið og þú reyndir að kyrra hugann fylltist hann af óteljandi hugsunum

Þú hefur eflaust orðið undrandi yfir því, hversu hugurinn er óviðráðanlegur. Kannski hefur þetta dregið einhvern kjark úr þér. En láttu það ekki á þig fá! Þetta upplifa allir. Þú getur verið viss um, að þetta kom fyrir okkur hin líka og við hugsuðum alveg það sama og þú í byrjun.

Engu að síður skaltu horfa til baka um stund og velta því svolítið fyrir þér, að ef þú hefur ekki hugleitt áður, þá hefur þetta ábyggilega verið í fyrsta sinn sem þú hefur tekið eftir hugsunum þínum. Ef þú hefur í raun og veru veitt hugsunum þínum eftirtekt merkir það, að þú búir yfir æðri og dýpri vitund sem er huganum aðskilin.

Þú ert sjálfsagt ennþá að velta því fyrir þér, hvers vegna fleiri hugsanir virðast vera til staðar þegar þú byrjar að hugleiða. En við nánari athugun kemur í ljós, að þær eru ekki fleiri í raun. En hvernig stendur þá á þessu? Þú skalt ímynda þér, að hugurinn sé bifreið sem ekur eftir þjóðveginum á miklum hraða. Þegar gluggarnir á bílnum eru lokaðir þeytist þú áfram í ökutækinu án þess að gera þér grein fyrir raunverulegum hraða þess. Ef þú hinsvegar opnar glugga og stingur höfðinu út, hvað gerist þá? Vindhviða skellur beint á andlitið og þú ferð allt í einu að skynja betur, hversu hraðinn er mikill á þér. Spumingin er hvort vindhviðan hafi ávallt verið til staðar á svo miklum hraða? Svarið er já.

Þetta er nákvæmlega það sem gerist þegar þú reynir fyrst að kyrra hugann. Venjulega streymirðu áfram með hugsunum þínum án þess að hafa hugmynd um fjöldann eða hversu hratt þær fara. En um leið og þú byrjar að hugleiða skellur á þig vindhviða hugsana eins og þegar þú stingur höfðinu út um opna bílrúðu. Voru þessar hugsanir ávallt til staðar? Já, en þú varst ekki meðvitaður um þær.

Ef þú ert að reyna að hugleiða og finnur fyrir óteljandi hugsunum skaltu því ekki hafa áhyggjur, því að slík meðvitund er nákvæmlega það sem þú þarfnast. Aðeins þegar þú ert orðinn var við hugsanir þínar geturðu beint athygli þinni aftur að andardrættinum, kertaljósinu eða hverju því sem athygli þín beinist að í hugleiðslunni.

En mun hugurinn einhvern tímann þagna?

Að sjálfsögðu! Mundu að þú ert að reyna að aga hugann, sem hefur fengið að leika lausum hala um langt skeið. Eins og þú hefur komist að raun um, getur það reynst ógerlegt að þagga niður í honum allt í einu. Þess vegna muntu beina spjótum þínum að einbeitingu í þessari viku. Með því að stjórna athygli hugans, þó svo að hugsun verði enn til staðar, mun athygli þín aðeins beinast að einu viðfangsefni og það verður þú sem stjómar huganum en ekki öfugt.
Með reglulegum æfingum má þjálfa vöðva líkamans. A sama hátt, ef þú hugleiðir reglulega og samviskusamlega, mun hugur þinn verða agaðri og taumlausum hugsunum fara fækkandi. En reyndu ekki að vega og meta árangurinn. Enda þótt þú verðir var við sýnilegar framfarir mjög óreglulega máttu vera viss um, að svo framarlega sem þú viðheldur reglulegri ástundun ertu að taka öruggum framförum.

Þegar hugurinn hættir að tala,
byrjar hjartað að dreyma
 og lífið að blómstra.

Sri Chinmoy

Ef þér reynist erfitt að eiga við hugsanastreymið í hugleiðslunni geturðu notast við einfalda ímyndun. Sjáðu vitund þína fyrir þér sem víðáttumikið haf eða óendanlegan himinn þar sem allar hugsanir þínar eru annaðhvort eins og fiskar syndandi í hafinu eða fuglar fljúgandi fram hjá í háloftunum, einhvers staðar í fjarska. Mikilvægt er að þú hafir í huga, að hugsanirnar skipti ekki máli, að þær séu ómerkilegar og að þú þurfir ekki að fylgja þeim eftir.
Sýndu þessu svo þolinmæði því að eftir skamman tíma, með reglulegri ástundun, muntu örugglega taka eftir jákvæðum breytingum, ekki aðeins í hugleiðslunni heldur einnig í daglegu lífi.

Nokkur atriði um æfingar vikunnar

Fram að þessu hefurðu að mestu leyti verið að hugleiða með augun lokuð. En í þessari viku muntu æfa einbeitingu og hugleiðslu með augun opin. Með því að beina athygli hugans að sýnilegum hlut lærirðu að festa hugann eins og skip með akkeri og hemja tilhneigingu hans til að reika um.

Eins og margir aðrir byrjendur munt þú ef til vill verða fyrir ónæði af völdum hávaða í kringum þig, þ.e.a.s. af umferðinni, tali eða eitthverju öðru. Það má fást við þennan vanda með ýmsu móti:

  • Að fara inn í hljóðeinangrað herbergi í hvert skipti sem þú hugleiðir? — Ekki mjög raunhæft!
  • Að hugleiða snemma á morgnana þegar veraldraramstrið er enn ekki hafið. — Mjög góð tillaga….
  • Að læra að fella hávaðann að hugleiðslunni með því að leyfa óhljóðunum að líða hjá. — Albesta lausnin, því að þá geturðu hugleitt hvar og hvenær sem er, hvað svo sem gengur á í kringum þig.

Eins og með hugsanirnar tekur það bæði tíma og æfingu uns þú getur látið hávaðann sem vind um eyrun þjóta. En þegar þú hefur lært þetta, auk þess að geta hugleitt með opin augu, muntu búa yfir öflugu verkfæri sem þú getur notað til að breyta vitund þinni á augabragði. Og þegar þú getur breytt þinni eigin vitund, muntu einnig hafa jákvæð áhrif á vitund annarra í kringum þig.

Við skulum skoða örlítið dæmi um það, hversu mikil áhrif vitund þín getur haft á umheiminn. Þú skalt gera þér í hugarlund, að þú hafir rétt í þessu verið að mæta í vinnuna, hálftíma of seint vegna mikilla umferðartafa. Þú ert í hundfúlu skapi og sökum þess æpirðu á vinnufélaga þinn að ástæðulausu (já, við vitum að þetta hefur aldrei komið fyrir þig en reyndu samt að ímynda þér þetta). Vinnufélagi þinn er nú kominn í vont skap. Hann heldur heim og æpir á konuna, sem síðan æpir á bömin og þau svo aftur æpa á hundinn. Daginn eftir munu vinnufélaginn og fjölskylda hans láta skapið svo bitna á öðrum og fljótlega hafa gerðir þínar, með þessu móti, haft neikvæð áhrif á fjölda fólks.

Þú skalt nú aftur gera þér í hugarlund, að þú hafir rétt í þessu verið að mæta í vinnuna, hálftíma of seint vegna umferðartafa. En í þetta skipti hafðir þú hugleitt um stundarsakir til þess að færa þér frið og jafnvægi. Þú brosir til vinnufélagans, þegar þú mætir honum, og segir við hann nokkur upplyftandi orð til að færa honum bjartari dag. Hann heldur síðan heim á leið og faðmar eiginkonu sína, bömin og jafnvel hundinn líka. Þau finna öll fyrir ástúð hans og daginn eftir færa þau öðrum í kringum sig sama kærleika, sem byrjaði hjá þér. Og þannig heldur það áfram þar til vitund þín hefur haft jákvæð áhrif á fjölda fólks.
Þetta er kannski svolítið ýkt dæmi en ef þetta hljómar of einfalt er það vegna þess að það er svo einfalt.

Þú og ég sköpum heiminn
með þeim straumum sem við sendum frá okkur.
— SRI CHINMOY

Einbeitingar

Nú þegar þú hefur lært öndunaræfingar getum við hafist handa við að kynna fyrir þér einbeitingaræfingar. Vegna þess að þér hefur farið fram í hugleiðsluástunduninni, þarftu ekki að halda áfram með allar þær æfingar sem þú gerðir í fyrstu viku. Byrjaðu aðeins á tveimur uppáhalds öndunaræfingum úr síðustu viku og gerðu síðan þær einbeitingaræfingar sem eru fyrir þessa viku.

Löngunin til að vaxa inn í æðri veruleika er andleg þrá. Á meðan þú gerir æfingarnar í þessari viku mælum við með því að þú reynir að leggja saman hendur, með lófana saman og fingurna vísandi upp á við, eins og þú værir að biðjast fyrir. Þessi líkamlega athöfn mun minna þig á hvað þú ert að gera andlega, og í raun auka andlega þrá þína og efla hugleiðsluna.

Lestur – Í hugleiðslubók Sri Chinmoy skaltu lesa fyrst fjórða kafla og svo sjötta 
kafla, um einbeitingu, upp að bls. 79 þar sem þú endar á æfingu fimm á bls 78. Lestu þessa kafla nokkrum sinnum yfir svo að aðferðirnar til að kyrra hugann festist vel í minni. Eða á srichinmoy.is skaltu lesa síðurnar um einbeitingu

Æfingar

úr ritum Sri Chinmoy

Punkturinn. Hérna er æfing handa þeim sem vilja þróa með sér mátt einbeitingarinnar. Þú byrjar á því að þvo augun og andlitið vandlega upp úr köldu vatni. Gerðu síðan svartan punkt á vegginn í augnhæð. Stattu í um tuttugu og fimm sentímetra fjarlægð frá veggnum og einbeittu þér að punktinum. Að nokkrum mínútum liðnum skaltu reyna að finna, þegar þú andar að þér, að andardrátturinn komi frá punktinum og að punkturinn andi líka að sér og að andardráttur hans komi frá þér. Reyndu að láta þér finnast eins og um tvær persónur sé að ræða: Þú og svarti punkturinn. Andardráttur þinn kemur frá punkt- mum og hans andardráttur frá þér.
Náirðu mjög öflugri einbeitingu verðurðu þess áskynja að tíu mínútum liðnum að sálin er búin að yfirgefa þig og farin inn í svarta punktinn á veggnum. Þegar þar er komið skaltu reyna að finna að sálin og þú séuð að tala saman. Sálin tekur þig með sér yfir í sinn heim til að skynja Guð og þú tekur sálina með þér yfir í efnisheiminn til birtingar. Þetta er auðveld leið til að efla mátt einbeitingarinnar. En hana þarf að æfa. Það er margt sem verður mjög auðvelt með æfingunni, en ef við ekki æfum það, sjáum við kannski engan árangur.

Vinur minn, hjartað. Þú getur einbeitt þér að hjartanu aiveg á sama hátt og þú getur einbeitt þér að fingurgómi, xerti eða öðrum efnislegum hlut. Þú getur verið með lokuð augun eða horft á vegg, en allan tímann hugsað um hjartað líkt og náinn vin. Þegar umhugsunin verður hvað áköfust og heldur athygli þinni óskiptri, ertu kominn út fyrir venjubundna hugsun og einbeitingin hefur tekið við. Þú -érð ekki andlega hjartað en þú getur beint allri athygli ?inni að því. Smám saman nær máttur einbeitingarinnar :nn til hjartans og tekur þig algjörlega út fyrir svið hugans.

Ef hreinleika þínum er ábótavant, ef óteljandi veraldlegar anganir stjórna hjartanu ættirðu fyrst að kalla frarn hrein- eika áður en þú einbeitir þér að því. Hreinleiki er sú nlfmning að vera með lifandi altari í innstu fylgsnumhjartans. Þú hreinsast sjálfkrafa ef þú verður var við guðlega nærveru innri helgidóms. Þá ber einbeiting að hjartanu mikinn árangur.

Hjartsláttur lífsins. Sumir leitendur einbeita sér að hjartslættinum. Ef þú vilt gera það skaltu ekki vera hræddur um að hjartað hætti að slá og þú deyir. Þjálfun einbeitingar að hjartslættinum er fyrir þá sem vilja sýna sannan hetjuskap í sínu andlega lífi. Þar gefst þér gullið tækifæri til þess að komast inn í hið óendanlega líf. Finndu fyrir óendanlegu, ódauðlegu lífi þínu í óminum af hverjum einasta hjartslætti.

Innra blómið. Til að gera þessa æfingu þarftu að hafa blóm. Virtu allt blómið fyrir þér í nokkrar sekúndur með hálflokuð augu. A meðan þú einbeitir þér, reyndu að finna að þú sjálfur sért blómið. En jafnframt reynirðu að finna að blómið vaxi djúpt í hjaita þér. Líttu á sjálfan þig sem blómið og að þú sért að breiða úr þér í hjartanu.

Smám saman skaltu síðan reyna að einbeita þér að einu krónublaði blómsins. Skynjaðu blaðið sem frumgervi þinnar eigin tilveru. Eftir nokkrar mínútur skaltu aftur einbeita þér að öllu blóminu og líta á það sem Alheimsveruleikann. Þannig geturðu farið fram og aftur, einbeitt þér fyrst að krónublaðinu — frumgervi þíns eigin veruleika — og svo að blóminu í heild — Alheimsveruleikanum. Reyndu að hleypa engri hugsun að á meðan á æfingunni stendur og halda huganum algjörlega rólegum, hljóðum og kyrrlátum.

Eftir svolitla stund lokarðu augunum og reynir að sjá blómið fyrir þér í hjartanu. Síðan skaltu einbeita þér með lokuð augun að blóminu í hjartanu eins og þú einbeittir þér að efnislega blóminu áður.

Sannleikur um stund getur og mun fegra heiminn.
Friður um stund getur og mun bjarga heiminum.
Kærleikur um stund
 getur og mun fullkomna heiminn.

Sri Chinmoy

Samantekt

Í annari viku hefur þú:

  • Lesið fjórða og sjötta kafla upp að bls. 79 í hugleiðslubókinni.
    Farið yfir aðalæfingarnar í a.m.k. tíu mínútur á dag og helst á sama tíma á hverjum degi.
  • Skráð æfingarnar og reynslu þína niður í dagbókina.
    Þér tókst það! Þú hefur hugleitt reglulega í tvær vikur! Við fögnum því, að þú hefur einlæglega staðið við þá fyrirætlun þína að láta óendanleg tækifærin koma í ljós.

En ekkert hefur gerst!

Þú hefur kannski orðið fyrir einhverri reynslu í hugleiðslunni nú þegar. Á hinn bóginn hafa eflaust þeir dagar komið, og jafnvel margir, þegar þér hefur fundist eins og ekkert væri að gerast. Er þér vandi á höndum? Varla. Svo framarlega sem þú hugleiðir reglulega er alveg örugglega eitthvað að gerast djúpt innra með þér, hvort sem þú ert þess áskynja eða ekki að svo komnu.

Mundu, að þú hefur aðeins hugleitt nokkrum sinnum og hafirðu vænst þess að vitundarástand þitt væri orðið breytt nú þegar, eða að þú hafir eytt öllum neikvæðum tilfinningum, hlýturðu að verða fyrir vonbrigðum. Vertu ekki vonsvikinn. Reyndu heldur að breyta þessum væntingum.

Vonandi hafa einhverjir dagar komið þegar þú fannst eitthvað. Þetta kann að hafa staðið yfir í aðeins eina til tvær sekúndur, en það gerir ekkert til. Þessi eina sekúnda getur breytt öllum deginum. Það er ekki til nein töfralausn, svo að þú getir alltaf hugleitt vel. Öllu heldur munu þær stundir aukast, eftir því sem tíminn líður, þar sem þú finnur að eitthvað er að gerast innra með þér.

Berðu traust til sálarinnar

Eftirfarandi er algengt fyrstu vikurnar á meðan við erum að læra hugleiðslu:

Ekkert merkilegt er að gerast í hugleiðslunni. En dag einn upplifir þú í hjartanu yndislegan frið. Mikil hrifning grípur um sig: „Vá, mér hefur virkilega farið fram,“ hugsarðu með þér, „ég get ekki beðið eftir að ná þessu aftur.“ Daginn eftir upplifir þú svo aftur það sama: „Hugleiðslan er frábær!“ hugsarðu, „ég trúi því ekki, að mér geti liðið svona vel á hverjum degi.”

A þriðja degi sestu niður til að hugleiða og hlakkar mjög mikið til að upplifa aftur þennan frið í hjartanu. Þú gerir alveg sömu æfingarnar og ferð nákvæmlega eins að, en ósköp lítið gerist. Þetta endurtekur sig svo aftur daginn eftir og engin fögur reynsla lítur dagsins ljós. Þú veltir því fyrir þér, hvað þú hafir gert rangt. Fórstu skref aftur á bak?
Hvað er hér á ferðinni? Þegar þú hugleiðir á hverjum degi nærist sálin. Stundum vill sálin annarskonar næringu, rétt eins og þegar þú vilt indverskan mat í dag, ítalskan á morgun og e.t.v. einungis salat hinn daginn. Marga daga í röð vill hún ef til vill sömu næringu en verður síðan leið á því fæði og langar í eitthvað annað. En svo getur hana stundum langað í sannkallaðan veislumat.

Aðalatriðið er þetta: Á hverjum degi veit sálin nákvæmlega hvemig næringu hún þarfnast til að geta tekið nógu miklum framförum. Sérhver hugleiðsla ákvarðast af því, hvað sál þín vill þann dag. Ef þú upplifir eitthvað sem síðan hverfur á braut ertu ekki að stíga skref aftur á bak. Treystu sálinni og gerðu þér ljóst, að hún vill eitthvað annað. Ef þú hugleiðir reglulega og þráir einlægt æðri vitund muntu oft hljóta innri reynslu, sem er ofar öllum þínum skilningi.

Treystu garðyrkjumanninum

Hefurðu einhvem tímann horft á blóm og fundist, án þess að hafa athugað moldina, að það væri að „biðja“ um vatn? Hver voru viðbrögð þín þegar það gerðist? Þú hefur ábyggilega sagt við sjálfan þig (eða við blómið): „Ég ætti að vökva blómið strax.“ Blómið hefur innt hlutverk sitt af hendi með því að biðja um vatn og þú hefur sinnt hlutverki þínu með því að fullnægja þörfum þess.
Þú ert blómið. Djúpt innra með þér hefur garðyrkjumaður sett í jörðu fræ, sem er andleg þrá. Þegar þú hugleiðir ertu að biðja garðyrkjumanninn að næra innri verund þína með ljósi sjálfsuppgötvunar svo að þú megir vaxa og verða að fögru blómi eða háu tré. Reyndu ekki að þvinga sjálfan þig til að taka framförum. Hlutverk þitt er aðeins að þrá og hlutverk garðyrkjumannsins er að næra þig. Hafðu trú á garðyrkjumanninum.

Fyrsta þrepÞriðja þrepFjórða þrepAðalsíða