Ef þú hefur áhuga á að koma á námskeiðið, vinsamlegast hafðu samband eða hringdu í s.697-3974 (eða 551-8080 á vinnutíma).
Hefurðu áhuga? Hafðu samband!
Hvað er hugleiðsla?
Hugleiðsla er leið til að kyrra hugann og skynja djúpan frið og hamingju sem innra með okkur býr. Í gegnum árþúsundin hafa fjölmargar andlegar leiðir þróast víðsvegar um heiminn sem allar hafa sama markmið – að tengja okkur dýpra eðli okkar og finna lífshamingju.
Hugleiðsla er ekki flótti frá heiminum heldur þvert á móti. Hugleiðsla veitir okkur kjölfestu til að takast á við daglegt líf, full af gleði og hamingju. Dagleg iðkun hugleiðslu eykur innri styrk og einbeitingu.
Hver erum við?
Sri Chinmoy miðstöðin stendur fyrir opnum og ókeypis hugleiðslunámskeiðum, sem hafa kynnt grundvallaratriði hugleiðslu fyrir þúsundum Íslendinga. Við skipuleggjum einnig tónleika og aðra menningarviðburði.
Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi telst formlega stofnuð 21.júlí 1974, en þá hélt Sri Chinmoy fyrirlestur um hugleiðslu og andlegt líf í Háskóla Íslands. Þetta sama ár hóf hópur fólks að hugleiða saman sem Sri Chinmoy miðstöð Íslands.
Hvar erum við?
Sri Chinmoy miðstöðin er staðsett í Ármúla 22, 2.hæð, fyrir ofan EG skrifstofuhúsgögn. Inngangur er frá hlið. Hér fara fram öll okkar hugleiðslunámskeið, nema annað sé tekið fram.